Hefði verið flott að fá glæsilegt eldgos á kosningadaginn!!

Ég var alltaf hálft í hvoru að vonast til að það kæmi glæsilegt eldgos á kosningadaginn, að sjálft landið mundi taka hressilega undir með þjóðinni að mótmæla hressilega vondum samningi og því óréttlæti sem að felst í að það sé í lagi að velta einkaskuldum á almenning!!! Eldgos úr Eyjafjallajökli hlýtur að vera tilkomumikið. Fjallið er svo hátt og mikið láglendi í kring þannig að gosið sést vel úr byggð. Þetta er nú samt svo sem ekkert sem að maður ætti að gantast með því að þetta hlýtur að vera mjög ógnvekjandi fyrir alla þá fjölmörgu íbúa sem búa í nágrenni fjallsins!
mbl.is Jörð skelfur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þetta eru skrýtnar hugleiðingar. Það er greinilegt að þú býrð ekki í nágrenninu.Og hverju hefði það breytt fyrir íslenska þjóð þó að það hefði gosið.

Þvílíkt rugl í þér.

Hamarinn, 9.3.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Enda tók ég það fram, en þú verður að viðurkenna að þetta hefði verið áhrifamikið. En vissulega hefði það verið hræðilegt fyrir fólkið í nágreinninu. þarna er ég einungis að hugsa um sjónræn og hugræn áhrif!

Anna Margrét Bjarnadóttir, 9.3.2010 kl. 15:23

3 identicon

Greinilegt að þú ert borgarbúi Anna.... Held að Reykvíkingar myndu liggja í fósturstellingunni sjúgandi þumalinn af hræðslu ef þetta væri að gerast í þeirra nágrenni.. Svo eru fjölmiðlar einstaklega góðir að blása allt svona upp, það eru allir rólegir yfir þessu nema blessuðu borgarbúarnir sem ekkert hafa fyrir augunum nema steypu og malbik alla daga og taka andköf þegar það sést í heiðan himinn!

Stubburinn (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband