Leiðréttu heimilislánin Jóhanna og hættu að eyða tímanum í ESB

Það er með ólíkindum að á þessum ógnartímum að þá virðist eins og allur tími og áhersla ríkisstjórnarinnar fari í þetta ESB mál. Hvernig væri nú að snúa sér að blessaðri skjaldborginni utan um fjölskyldurnar í landinu og hætta að eyða tímanum í þetta ESB mál. Það verður að leiðrétta fasteignalán heimilanna strax. Heimilin í landinu eru að missa þakið yfir höfuðið í stórum stíl og ríkisstjórnin gerir ekkert til að hjálpa þeim. Það verður líka að leiðrétta kjör námsmanna strax. Þeir búa langt undir fátækramörkum. ESB getur beðið þangað betur árar.

Góð vinkona mín á nú í mikilli baráttu að halda heimili sínu sem að hún keypti haustið 2007. Hún var svo óheppin að treysta á fjármálaráðgjöf í sparisjóðnum sínum og taka lán sem var blandað erlend myntkarfa og ILS. Henni var ráðlagt að þetta væri hægstæðasta lánið sem völ væri á. Lánið var fyrir einu ári 14 miljónir en er núna komið upp í 40. Nú gengur sparisjóðurinn hamförum í harðri innheimtu gegn henni! Það eru þessi mál sem þarf að taka á Jóhanna...en ekki ESB!

mbl.is Segir Norðurlönd styðja ESB-umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Allir sem heilög Jóhanna og Steingrímur Joð blekktu til þess að kjósa sig hljóta að vera búnir að sjá hversu illa þeir voru teknir í ras..... því alls ekkert hefur verið gert af því sem var lofað og VG hafa verið "svínbeygðir" undir ESB-umsókn.

Jóhann Elíasson, 15.6.2009 kl. 10:45

2 identicon

ESB málið er búið að taka mesta orkuna frá þessari ríkisstjórn, sorglegt þar sem ekkertð liggur á að vinna í því. Á meðan brennum við inni með önnur mál og mikilvægasta málið sem er glæparannsóknin er búið að vera í biðstöðu í átta mánuði. Stýrivextir hér eru glæpsamlegir á meðan atvinnulífið fjarar út og heimilin fara í þrot. Verðbólgudraugurinn er langt frá því að vera dauður. Fjármagnseigendur eru undir verndarvæng stjórnvalda, lán hafa hækkað úr öllum takt við greiðslugetu fólks og verðmæti eigna. Allsherjar greiðsluverkfall er það sem yfirvöld eru að biðja um, aðra vörn á almenningur ekki í málinu. Hættum að versla við fyrirtæki í eigu mafíósa.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 17:48

3 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Ég er sammála Viðar að alsherjagreiðsluverkfall er nauðvörnin sem fólk hefur. Ég sé enga aðra leið.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 15.6.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Ég er viss um að það að Evrópusambandið viti að ríkisstjórn Íslands langar svona svakalega í ESB veiki samningsstöðu okkar í Ice-save málinu.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 15.6.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband