Óviðeigandi að það skuli kosta í leiktæki fyrir börn á bæjarhátíðinni ,,Í túninu heima" í Mosfellsbæ

Ég vil byrja á því að þakka fyrir frábæra bæjarhátíð og góða stemmningu. Það er einstaklega gaman að skoða bæinn í hátíðarbúning. Hvert hverfi fyrir sig er með skreytingar í sérstökum lit.

Það setur þó nokkurn skugga á hátíðina fyrir börnin að það skuli kosta í leiktæki fyrir börn á bæjarhátíðinni við Hlégarð. Það eru 3 aðal leiktæki og kostar mismunandi marga miða í hvert þeirra. Hver miði kostar 100 krónur, en það kostar 2 miða í hoppuskastalann eða kr. 200, 4 miða í hringekjuna eða kr. 400 og 5 miða í fallturninn eða kr 500. Það er hægt að kaupa 10 miða á 1000 eða 30 miða á kr 2000. Ef að maður er með 2 börn og kaupir 30 miða þá komast þau bara 3 ferðir á mann! Mér finnst þetta mjög óviðeigandi á bæjarhátíð að það sé tekin greiðsla fyrir börn í bæjarhátíð sérstaklega tekið sé tillit til þeirra erfiðleika sem að eru nú í samfélaginu þar sem að barnafjölskyldur hafa oft mjög litla peninga á milli handanna. Það voru mörg börn sem að þurftu að fara grátandi heim vegna þess að foreldrar þeirra höfðu ekki ráð á því að leyfa þeim að fara í leiktækin. Verðið á þeim er heldur ekki í neinum takt við það sem að er að gerast í landinu. Það kostaði kr. 500,- ein ferð í fallturninum, kr. 400,- í hringekjuna og kr. 200,- í hoppukastalann. Ég minnist þess undanfarin ár að fara heim af hátíðinni "Í túninu heima,, með svipaða sorgartilfinningu í hjarta yfir því að börnum sé svo gróflega mismunað á hátíð sem þessari sem að ætti að vera öllum til gleði. Þetta er hátíð sem að er kostuð af bænum okkar með peningum sem að samfélagið okkar á. Þá verður að hafa hlutina þannig að börnunum okkar sé ekki mismunað eftir efnahag foreldra þeirra!! Sérstaklega þar sem að um er að ræða þau atriði á hátíðinni sem að eru hvað mesta aðdráttaraflið fyrir börn.

 Þar fyrir utan er þetta frábær bæjarhátíð og ég vona að bæjarfélaginu beri gæfa til að hafa ekki þessi dýru leiktæki á næstu hátíð, eða að minnsta kosti að koma því þannig við að það verði þá bara frítt í leiktækin.
mbl.is Hátíð í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband