Það er ekki forsvaranlegt að beyta niðurskurðarhnífinn fyrst gegn námsmönnum, öryrkjum, ófrískum konum, barnafólki eða öðrum þeim sem minnst hafa. Lækkið laun hálaunafólks ríkisins!

Í þessu árferði er ekki forsvaranlegt að beita niðurskurðahnífnum fyrst gegn fátækasta fólkinu í landinu,  námsmönnum, öryrkjum, ófrískum konum, barnafólki eða öðrum þeim sem minnst hafa á milli handanna. Námsmönnum er ætlað að lifa af 100 þúsund krónum á mánuði sem er langt undir öllum fátækrar og velsæmismörkum og það er skömm að því.

Það er ekki með nokkru móti hægt að réttlæta það ríkisstarfsmenn séu með miljón á mánuði í laun. Sanngjarnt væri að lækka alla hátekjumenn ríkisins verulega. Íslenska ríkið hefur ekki efni á að borga svona há laun. Nú þarf bara að skipta peningunum á milli fólksins. Það geta allir lifað góðu lífi með 3-400 þúsund krónur á mánuði. Það er hinsvegar ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi með undir 200 þúsund krónur á mánuði eins og er verið að bjóða fólki upp á í stórum stíl.


mbl.is „Ekki einfalt að lækka laun ríkisstarfsmanna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna Margrét.

Ég er hjartanlega sammála þér.

Ég er nú með rúmlega 150,þús. á mánuði og þarf að reka mig í samfélagainu eins og hinir og þar fyrir utan er mikil lyfja og sjúkrakostnaður. Og allar þessar hækkanir á mig nema í launum!

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Þeir þurfa bara ekkert að vera með hærri laun en hinir Guðmundur! Er það svona sem að þú talar alltaf niður til kvenna!

Anna Margrét Bjarnadóttir, 15.6.2009 kl. 10:44

3 identicon

Það myndi einungis valda stórfelldum flótta besta fólksins frá hinu opinbera í einkageirann eða jafnvel úr landi. Þó að ég sé ekki hlynnt ofurlaunum er fráleitt að lækka hæstu laun niður í 3-400 þús. Það er auk þess staðreynd að of lág laun hjá hinu opinbera ýta undir spillingu og mútuþægni og það er nú kannski ekki það sem við þurfum mest á að halda núna.

Solveig (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 10:49

4 identicon

Þetta er eiginlega bara heimskuleg uppástunga bæði hjá þér og stjórnvöldum. Svona launaþök og lækkanir, þó þær séu hannaðar fyrir einhverja 3-5 sýnilega bankatoppa, koma mest niður á sérfræðingum, einmitt fólkinu sem auðveldast á með að færa sig í önnur störf hjá einkageiranum og auðveldast með að fá vinnu í útlöndum. Hvaða heilvita, vel menntaða, manneskja myndi nokkurn tímann taka á sig 2-300 þ.kr. launalækkun bara til þess að vinna hjá ríkinu? 

johnny (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 12:43

5 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Það er allt of mikill launamunur á Íslandi. Það er allt of mikill munur á þeim sem hafa há laun og lág laun. Ykkur finnst sem sagt réttlætanlegt að niðurskurðahnífnum sé beitt fyrst og fremst gegn þeim sem hafa minnst á milli handanna? Finnst ykkur allt í lagi að námsmenn séu með 100 þúsund krónur á mánuði? Finnst ykkur í lagi að það sé verið að skerða laun öryrkja, kvenna í barnseignaleyfi, atvinnuleysisbótum og svo framvegis. 

Ætli það sé ekki hægt að skipta peningunum réttlátar á milli fólks þannig að það sé ekki svona mikill tekjumunur.  Ég segi það er skelfilegt hvernig viðhorf fólks hér á Íslandi eru gagnvart láglaunafólki. Það er orðin föst í hausnum á fólki stéttaskipting og ójöfnuður og fólk er orðið svo brenglað að það sé í lagi. Það er eins og réttlætingin hjá honum Guðmundi hér að ofan að ef að þeir sem hæst laun hafa væru lækkaðir niður í 3-400.000 að þá væri eðlilegt að allir hinir ríkisstarfsmennirnrir væru lækkaðir niður í 150.000. Ég segi nei, það er ekkert eðlilegt. Það þarf ekkert að vera svona mikill munur á launum fólks. Það er mjög óeðlilegt að hjá ríkinu starfi annars vegar fólk með miljón á mánuði og hinsvegar fólk með undir 200.000. Þar með er verið að stuðla að ójöfnuði. Það er nauðsynlegt að jafna kjörin og minnka þennan launamun.

Að sjálfsögðu á að beyta niðurskurðahnífnum fyrst á þeim sem hafa há laun. Annað er heimska og bara ómannúðlegt.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 15.6.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband