Innganga inn í ESB mun gera út af við íslenskan landbúnað - íslenskur landbúnaður hefur mikla sérstöðu sem ber að hlúa að og leyfa að blómstra

Ég óttast að innganga inn í ESB muni gera út af við íslenskan landbúnað. Við munum aldrei geta keppt við evrópsku landbúnaðarafurðirnar sem munu flæða yfir landið svo sem spænska grænmetið. Spænska grænmetið er td af miklu lélegri gæðum en íslenska grænmetið og er þar að auki búið að missa næringargildi sitt eftir pökkunina og ferðina til Íslands.

Er það eitthvað sem að innganga í ESB mun gera fyrir okkur, ég er að komast að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki.

Draumurinn minn hvað varðar íslenskan lanbúnað er að einn dag verði hægt að flytja hágæða íslenskt grænmeti út frá Íslandi. Sérstaða Íslands í landbúnaði er til dæmis að við aðeins 1% lands er ræktað land, hreina loftið, hreina vatnið, hreint og náttúrulegt umhverfi, hér eru færri skordýr en annarstaðar vegna legu landsins og því þurfum við ekki að nota eins mikið af eyturefnum í landbúnaði. Mjög vel menntaðir garðyrkjufræðingar og landbúnaðarfræðingar. Miklar orkulindir, jarðhiti og rafmagn. Við höfum alla burði til þess að geta framleitt hágæða landbúnaðarafurðir, grænmeti, kjöt og mjólkurvörur fyrir eigin markað og jafnvel til útflutnings.

Verðið hefur verið of hátt fyrir almenning á almennum markaði og það þarf virkilega sérstaklega nú á krepputímum að gera allt til þess að lækka verð á innlendri framleiðslu til þessa að almenningur geti notið hennar. Lambakjöt hefur til dæmis verið allt of dýrt og hefur verið það lengi. Það skiptir miklu fyrir heilsu Íslendinga að koma heilsusamlegum matvælum og þá fyrst og fremst íslensku landbúnaðarafurðunum á lægra verð til almennings og bæta með því lífstíl þjóðarinnar. Það mun skila sér hraðar en nokkurn grunar í lægri kostnaði innan heilbrigðiskerfisins.

Það er betra fyrir alla að lækka verðið á landbúnaðarafurðum og selja þar í stað meira af landbúnaðarafurðum á heimamarkaði. Þess vegna skora ég á stjórnvöld að lækka álögur á heilsusamlegum innlendum matvælum svo sem íslenskum landbúnaðarafurðum. Við það mun líka neysluvísitala lækka og þar með fasteignalánin. Það mundi hjálpa barnafjölskyldunum mikið. Það er skelfilegt þetta ástand sem er núna að barnafjölskyldurnar séu að lifa á næringarsnauðu drasli vegna þess að fólk hefur ekki efni á að kaupa hollan mat. Körfur barnafjölskyldna í stórverslunum eru fullar af núðlusúpum og kjötfarsi. Slíka fæða mun bara koma i bakið á okkur sem aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu.

Það er alltaf hollara að borða grænmeti af heimamarkaði því að við flutninginn til Íslands tapar grænmeti næringargildi sínu.

70-80% þeirra sjúkdóma sem eru að sliga heilbrigðiskerfið eru lífstílstengdir. Það þýðir að það eru sjúkdómar sem væri hægt að koma í veg fyrir með heilsusamlegum lífstíl.


mbl.is Kjúklingar myndu lækka um 70%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Innganga í ESB mun gera útaf við íslenskt samfélag.

Ekki strax, ekki hratt og ekki með látum. Heldur hægt og bítandi. Gæti tekið 25 ár en það mun gerast. Að afsala sér forræði yfir eigin velferð mun alltaf leiða til tjóns. Hjá því er ekki hægt að komast.

Haraldur Hansson, 16.7.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Einmitt, því öll hin löndin í ESB eru svo ósjálfstæð, svona eins og Svíþjóð sem er greinilega undir járnhæl sambandsins.

Á sínum tíma voru líka dómsdagsspámenn sem bölsótuðust yfir því að íslensk grænmetisframleiðsla legðist af með frjálsum innflutningi á erlendu grænmeti. Ekkert af því rættist, þvert á móti. Hefur þú ekki meiri trú á íslenskum bændum en að þeir þoli ekki samkeppni?

Kristján Hrannar Pálsson, 16.7.2009 kl. 14:26

3 identicon

Og hvað með það þó þessir bændur fari á hausinn?!?!  Af hverju eigum við, skattgreiðendur, að halda þeim uppi á ríkisstyrkjum sem skipta tugum milljarða á ári bara svo að þeir geti verið í bóndaleik????  Þarna á bara að koma inn eðlileg og heilbrigð samkeppni og ef varan er nógu góð þá mun hún lifa af...þannig er það bara. Ég vil bara eiga þann kostinn að kaupa þýskt grænmeti á eðlilegu verði ef mig langar í svoleiðis....þá munu tómatarnir allavega vera rauðir á litinn og bragðmiklir.  Annað en það sem gerist hér þar sem svo virðist sem grænmetið er með lágmarksviðleitni til líta út eins og vera ber.  Það vita það allir sem bragðað hafa erlent grænmeti að það íslenska stendur því langt að baki....þeir fara þá á hausinn.  GOTT!!

Davíð (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Davíð pistillinn þinn er byggður á mikilli fáfræði og fordómum fyrir íslenskum bændum. Eru bændur í Þýskalandi ekki ríkisstyrktir? Eða í Frakklandi? Eða á Spáni? Það yrði engin eðlileg eða heilbrigð samkeppni í Evrópu. Það yrði bara stórfiskurinn sem mundi gleypa sílið í einum bita. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir heilsu og vellíðan þjóðarinnar að geta fengið grænmeti og aðra fæðu sem er framleidd í okkar eigin landi og okkar eigin umhverfi. Það er þá hugsað næringarlega séð og hefur ekkert með ESB að gera. Ísland hefur kjöraðstæður fyrir lífrænan landbúnað. Ég er ekki sammála þér að evrópst grænmeti sé betra en það íslenska. Það er mikill misskilningur. Allstaðar í Evrópu er skortur á hreinu vatni. Jörðin er ofnýtt og ekki stunduð skiptiræktun. Þar er mikil fjöldaframleiðsla. Umhverfið er mengað. þar eru í notkun mun meira af vaxtahvötum og allskonar eyturefnum sem rýra næringargildi grænmetisins. Þú nefnir Þýskaland, það er hægilegt að bera saman aðstæður í Þýskalandi við Ísland. Þar hef ég nú einmitt mikið verið. Í Þýskalandi er allt landslag manngert. Allar ár eru komnar í steypta stokka þannig að árnar hafa ekki lengur neitt flæðiland og flæða yfir stokka sína á hverju ári og valda gríðarlegu tjóni. Víðast hvar í Þýskalndi getur þú ekki drukkið vatn úr á, læk eða stöðuvatni. Þú getur aldrei borið næringargildi grænmetis saman við grænmeti sem er innflutt og hefur þurft að fara langan veg til að komast hingað. Það gænmeti hefur misst mikið af næringargildi sínu á leiðinni.

Það er meira sem skiptir máli í veröldinni en samkeppni. Samkeppnisumhverfi frjálhyggjunnar skilaði til okkar efnahagshruni. það eru önnur gildi sem skipta mun meira máli. Það skiptir meira máli fyrir þjóðina að geta keypt næringarík íslensk matvæli í sem ríkustum mæli beint frá bónda. Það skiptir meira máli að við séum að nýta okkur auðlindir landsins á sem sjálfbærastan hátt. Ég mæli bara með að þú flytjir til Þýskalands! Þú kannt ekkert gott að meta.

Anna Margrét Bjarnadóttir, 20.7.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband