Færsluflokkur: Bloggar
28.10.2011 | 15:45
Dapurlegt hvað margir eiga í erfiðleikum þrátt fyrir hve margir eru enn í greiðsluskjóli eða með lánin sín í frystingu
Það er dapurlegt til þess að hugsa hversu margir eiga í alvarlegum fjárhagserfiðleikum nú þrátt fyrir að þeir séu í greiðsluskjóli eða með lánins sín í frystingu. Hvernig ætli þetta verði þegar það fólk fer aftur að borga af lánunum sínum með þessar tröllvöxnu upphæðir búnar að bætast við höfuðstólana á þeim?
Allt hefur hækkað svo mikið, allir skattar og öll gjöld. Lífið hér á Íslandi er bara ekki að ganga upp fyrir venjulegt fjölskyldufólk.
Á sama tíma þarf almenningur að vera að horfa upp á hvern útrásarvíkinginn og sérvini bankanna á fætur öðrum fá miljarða og miljarða ofan í afskriftir.
Þetta er svo mikil ósanngirni og viðbjóður að manni langar helst að æla!
Mörg heimili í vandræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2011 | 14:59
Samt er fólk enn með lánin sín í frystingu!!!
Þarf tvær fyrirvinnur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 02:31
Það er nú dáldið sérstakt fólk sem hlustar á Bergson og Blöndal!
Flestir vildu Rögnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2010 | 17:14
Óviðeigandi að það skuli kosta í leiktæki fyrir börn á bæjarhátíðinni ,,Í túninu heima" í Mosfellsbæ
Ég vil byrja á því að þakka fyrir frábæra bæjarhátíð og góða stemmningu. Það er einstaklega gaman að skoða bæinn í hátíðarbúning. Hvert hverfi fyrir sig er með skreytingar í sérstökum lit.
Það setur þó nokkurn skugga á hátíðina fyrir börnin að það skuli kosta í leiktæki fyrir börn á bæjarhátíðinni við Hlégarð. Það eru 3 aðal leiktæki og kostar mismunandi marga miða í hvert þeirra. Hver miði kostar 100 krónur, en það kostar 2 miða í hoppuskastalann eða kr. 200, 4 miða í hringekjuna eða kr. 400 og 5 miða í fallturninn eða kr 500. Það er hægt að kaupa 10 miða á 1000 eða 30 miða á kr 2000. Ef að maður er með 2 börn og kaupir 30 miða þá komast þau bara 3 ferðir á mann! Mér finnst þetta mjög óviðeigandi á bæjarhátíð að það sé tekin greiðsla fyrir börn í bæjarhátíð sérstaklega tekið sé tillit til þeirra erfiðleika sem að eru nú í samfélaginu þar sem að barnafjölskyldur hafa oft mjög litla peninga á milli handanna. Það voru mörg börn sem að þurftu að fara grátandi heim vegna þess að foreldrar þeirra höfðu ekki ráð á því að leyfa þeim að fara í leiktækin. Verðið á þeim er heldur ekki í neinum takt við það sem að er að gerast í landinu. Það kostaði kr. 500,- ein ferð í fallturninum, kr. 400,- í hringekjuna og kr. 200,- í hoppukastalann. Ég minnist þess undanfarin ár að fara heim af hátíðinni "Í túninu heima,, með svipaða sorgartilfinningu í hjarta yfir því að börnum sé svo gróflega mismunað á hátíð sem þessari sem að ætti að vera öllum til gleði. Þetta er hátíð sem að er kostuð af bænum okkar með peningum sem að samfélagið okkar á. Þá verður að hafa hlutina þannig að börnunum okkar sé ekki mismunað eftir efnahag foreldra þeirra!! Sérstaklega þar sem að um er að ræða þau atriði á hátíðinni sem að eru hvað mesta aðdráttaraflið fyrir börn.
Þar fyrir utan er þetta frábær bæjarhátíð og ég vona að bæjarfélaginu beri gæfa til að hafa ekki þessi dýru leiktæki á næstu hátíð, eða að minnsta kosti að koma því þannig við að það verði þá bara frítt í leiktækin.Hátíð í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2010 | 21:49
ÆTLA EKKI AÐ LEIÐRÉTTA HEIMILISLÁNIN!!!!!!! FÖÐURLANDSSVIKARAR!!!!
Jæja þá er loksins komið á hreint það sem að manni hefur lengi grunað að þessi ríkisstjórn þjóðsvika ætlar algjörlega að svíkja þessa þjóð!! Skjaldborgin var alltaf bara lygi!!!! Þá er það algjörlega komið á hreint!!!
Gylfi Magnússon var ískaldur og sallarólegur þegar hann lýsti því yfir í Kastljósi í kvöld að ríkisstjórnin ætlar EKKI AÐ LEIÐRÉTTA HEIMILISLÁNIN!!!
Hvað ætlar þessi kúgaða þjóð nú að taka til bragðs??? Ætlar hún bara að láta arðræna sig áfram þegjandi og hljóðalaust....syndandi með lokuð augun að feigðarósi!!
Nú er komin tími til að koma þessari ríkisstjórn burt!!! Taka þarf upp þjóðstjórn !!!
Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2010 | 11:46
Hefði verið flott að fá glæsilegt eldgos á kosningadaginn!!
Jörð skelfur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2010 | 22:22
Mikið verður Steingrímur glaður þegar Icesave-málið verður leyst!
Tilbúnir til frekari viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2010 | 20:42
Flott markaðssetning á heilsusamlegum lífsstíl - ekki veitir af
Flott markaðssetning á heilsusamlegum lífsstíl á meðal barna, ekki veitir af. Íþróttaálfurinn og boðskapur Latabæjar er frábær fyrirmynd til að hvetja börn til heilsusamlegs lífsstíls. Boðskapur Latabæjar náði vel til litlu dóttur minnar sem að er reyndar nú orðin 8 ára. Hún tók þátt í uppfærslu á Latabæ á Sólheimum í Grímsnesi þegar hún var 2 og hálfs árs. Þá lærði hún meðal annars að nammi er það sem er gott, nammi er ekki sykurnammi. Jarðaber eru nammi, ananasbitar, litlir tómatar, gulrætur, rófubitar, gúrkur, kíví, epli, melónur og allt hitt góða grænmetið og ávextirnir sem krökkum þykir nammigott. Ekki veitir af að hvetja foreldra og börn til heilsusamlegs matarræðis og reglulegrar hreyfingar á tímum offitufaraldar þar sem að börn sökum næringarleysis og kyrrsetu glíma við offitu og öldrunarsjúkdóma sem aðeins gamalt fólk fékk áður fyrr!
Íþróttaálfurinn gaf Michelle epli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2010 | 00:25
Innilega til hamingju Geir og fjölskylda
Það eru sannarlega góðar fréttir að þetta hafi gengið svona vel. Innilega til hamingju Geir og fjölskylda!
Meðferð Geirs í Hollandi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 19:23
Hvaða viðbjóður er hér í gangi þetta þarf að stöðva!!!
Bankakreppu velt á almenning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)