Flott markaðssetning á heilsusamlegum lífsstíl - ekki veitir af

Flott markaðssetning á heilsusamlegum lífsstíl á meðal barna, ekki veitir af. Íþróttaálfurinn og boðskapur Latabæjar er frábær fyrirmynd til að hvetja börn til heilsusamlegs lífsstíls. Boðskapur Latabæjar náði vel til litlu dóttur minnar sem að er reyndar nú orðin 8 ára. Hún tók þátt í uppfærslu á Latabæ á Sólheimum í Grímsnesi þegar hún var 2 og hálfs árs. Þá lærði hún meðal annars að nammi er það sem er gott, nammi er ekki sykurnammi. Jarðaber eru nammi, ananasbitar, litlir tómatar, gulrætur,  rófubitar, gúrkur, kíví, epli, melónur og allt hitt góða grænmetið og ávextirnir sem krökkum þykir nammigott. Ekki veitir af að hvetja foreldra og börn til heilsusamlegs matarræðis og reglulegrar hreyfingar á tímum offitufaraldar þar sem að börn sökum næringarleysis og kyrrsetu glíma við offitu og öldrunarsjúkdóma sem aðeins gamalt fólk fékk áður fyrr!

 

136_3604


mbl.is Íþróttaálfurinn gaf Michelle epli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tveir fínir boðskapar þarna á ferð fyrir ungu kynslóðina.

1) Heilsusamlegur lífstíll

2) Fá mikla fjármuni lánaða, fara illa á hausinn en borga sér himinn og haf áður en allt fer á hliðina. 

Einar (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband