15.5.2009 | 16:07
Komum hollustunni á lægra verði til almennings - skattleggjum frekar óhollustuna í staðinn! það er þjóðhagslega hagkvæmt.
Sykur skaðar heilsu barnanna okkar og okkar sjálfra. Það er ömurlegt þegar maður fer með barnið sitt í búðina og að allar þær vörur sem eru sérstaklega framleiddar fyrir börn innihalda þennan skaðvald, sykur. Ég er búin að kenna dóttur minni 7 ára að allt sem er með barnamyndum á er óhollt! Er það ekki sorgleg staðreynd? Hugsa sér td allar mjólkurvörnurnar og skólajógúrtin sem innihalda sykur? það er slæm þróun ef að ódýrasti maturinn í búðinni er alltaf óholli maturinn. 50% afsláttur af sykur-nammibarnum á laugardögum! þannig stuðlar verðlag, sérstaklega á krepputímum af óheilsusamlegri lífstíl.
Koma þarf hollustunni á lægra verði til almennings. Ég skora á stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur að lækka verð á heilsusamlegum matvælum til almennings. Það má gera með lækkun skatta á hollustu, lækka rafmagnsverð til innlendra matvælaframleiðanda og margt fleira. Til að vega á móti þessari skattalækkun væri heillaráð að hækka skatta í staðinn á óhollustu.
Ekki gleyma að lífstílstengdir sjúkdómar eru þyngsti baggi heilbrigðiskerfisins. Þetta er mjúk leið að lækka kostnað í heilbrigðiskerfinu.
Sykurskattur fyrir lýðheilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.