Er alsherjar greiðsluverkfall svarið?

Ég veit ekki hvort að ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir hvað fólkið í landinu er orðið reitt. Ég óttast að þetta endi með alsherjar greiðsluverkfalli þúsunda einstaklinga verði fasteignalánin ekki leiðrétt mjög fljótlega.

Hvar er skjaldborgin um heimilin!!! HÚN HEFUR SNÚIST UPP Í ALGJÖRAN HRYLLING!! Þessi vinstri stjórn sem allir bundu svo miklar vonir við eru bara tóm vonbrigði. Þeir virðast ekki vera að höndla þessa erfiðu aðstæður, eða kannski þurfa þeir bara betri fjármálaráðgjafa. Fólkið í landinu er að gefast upp. Allir eru að bíða eftir skjaldborginni og að eitthvað sé gert fyrir fólkið en hvað er gert. Það er ráðiðst enn frekar á okkur og skuldsett heimilin eru réttlaus og blóðmjólkuð af lánadrottnum og ríkisstjórninni.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Borgarahreifingarinnar talar hreinskilningslega um ástandið í þessari fínu grein: http://www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/1932

Ísland er eina landið í heiminum þar sem húsnæðislán eru verðtryggð. Það er greinilegt að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki að leiðrétta fasteignalánin! Þeir ætla sér að láta heimilin í landinu greiða lánin í topp með þeim ófyrirsjáanlegru, óeðlilegu og jafnvel ólöglegru hækkunum sem hafa orðið á gengis- og verðtryggðum veðlánum heimilanna. Heimilin þurfa að borga lánin í topp á meðan lánadrottnarnir fá þau með 50-95% afslætti. Skjaldborgin var utan um lánadrottnana og fjármagnseigendur en ekki heimilin. Það er ekkert sem að getur stoppað þetta óheillaferli annað en samtakamáttur fólksins, eins og við sáum í búsáhaldabiltingunni. Á fundi hagsmunasamtaka heimilanna mátti sjá að flestir viðstaddra vildu fara í greiðsluverkfall. Hvað gera stjórnvöld ef tugþúsundir einstaklinga fara í alsherjar greiðsluverkfall? Hlusta þeir þá?

Nú ætla ég að prófa að kalla þetta í þeirri von að ríkisstjórnin heyri: ÞAÐ VERÐUR AÐ LEIÐRÉTTA FASTEIGNALÁNIN OG ÞAÐ STRAX!!!

Það er skelfilegt þessa dagana að hlusta á fordómana og fáfræðina gagnvart fólki sem að skuldar eða hefur orðið fyrir tjóni í efnahagshruninu. Skömm sé þeim sem leyfa sér að tala um þá sem minna meiga sín í þessu sambandi!! Flestir þeirra sem leyfa sér að tala svona niður til þeirra sem hafa lent í erfiðleikum er fólk sem er á framfæri almennings.


mbl.is Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talað út úr mínu hjarta. Þú segir: ,,Flestir þeirra sem leyfa sér að tala svona niður til þeirra sem hafa lent í

erfiðleikum er fólk sem er á framfæri almennings."

Var að tala við þingmann, nýjan. Sem sagði mér að grey bankarnir væru í basli að endurfjármagna sig út af þessum lýð sem tók körfulán! Spurði hvort lán fyrirtækja, sveitarfélaga og stórfyrirtækja vægju þarna ekkert þyngra og það var viðurkennt með semingi.

Líka sammála þér um að hveitibrauðsdagarnir eru liðnir.

Nú þarf aðgerðir í okkar þágu, ekki fleiri drápsklyfjar.

Því hvað gerir þetta lið án burðardýranna?

Greiðsluverkfall færist æ nær - ekki sem eitthvað sport, hledur vegna þess að fólk getur ekki meir.

Þórdís B (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:19

2 identicon

Heil og sæl; Anna Margrét - líka, sem þið hin, hver hennar síðu geyma og brúka !

Hafðu þakkir einar; fyrir röggsamleg skrif, sem sterka réttlætiskennd.

Ef; einhvern tíma hefði þurft á samstöðu fólks að halda, þá er það nú, ágæta Anna Margrét.

Gott var einnig; innlegg Þórdísar B. 

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:25

3 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Kærar þakkir fyrir ykkar innlegg Óskar og Þórdís.

Það fór mjög fyrir brjóstið á mér að mig minnir á laugardaginn var, þá var útvarpsviðtal við ágæta þingkonu Samfylkingarinnar sem að var að lýsa því að hún og maðurinn þyrftu nú ekkert á því að halda að skuldirnar þeirra væru leiðréttar um 20% enda næðu þau alveg að greiða af sínum lánum. Síðan fór hún að tala um að það væri nú önnur saga um þá sem minna mega sín. Ég fékk bara hreinlega gubbuna upp í háls. Þessi ágæta þingkona hefur nú verið á framfæri almennings að minnsta kosti síðastliðin 10 ár í borgarstjórn Reykjavíkur auk þess sem að maðurinn hennar er í góðri stöðu. saman eru þau með tekjur sem eru örugglega vel yfir miljón á mánuði. Ég efast um að hún hafi þurft á því að halda að veðstetja fasteignina sína eins mikið og almenningur á lægri launum, og það er augljóst að hún hefur töluvert meiri peninga á milli handanna til að greiða af lánunum sínum. Það er skelfilegt að hlusta á hátekjufólk sem er á framfæri almennings tala með þvílíkum hroka, fordómum og fáfræði að það leyfi sér þá ókurteisi að tala um fólk sem hefur lent í erfiðleikum vegna efnahagskreppunnar eins og að þeir séu einhverjir sem minna meiga sín??? Hverjir eru þetta sem minna mega sín spyr ég nú bara???

Eins fer það fyrir brjóstið á mér þegar fólk er að tala um að fólk gæti nú bara sjálfum sér um kennt að hafa verið að taka þessi erlendu lán. Fólki var ráðlagt að taka erlend lán af sérfræðingum sem að það treysti. Það var ginnt til þess. Því var til dæmis bent á að þannig væri maður alltaf að greiða af höfuðstól lánanna auk þess sem að vextirnir væru miklu lægri! Aldrei gleyma því dómharða fólk!!!

Anna Margrét Bjarnadóttir, 29.5.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband