24.9.2009 | 23:24
Úrræði ASÍ eru prump
Það var skelfilegt að hlusta á Gylfa Arnbjörnsson í morgunútvarpinu tala um úrræði ASÍ. Aðal málið hjá ASÍ , ríkistjórninni og VSÍ er stöðugleikasáttmálinn svokallaði. Fyrir okkur venjulega fólkið er þessi sáttmáli bara prump og skiptir engu máli. Það er greinilegt að þessir menn eru ekki að fara í verkfall, verkbann eða neitt slíkt. ASÍ undir stjórn Gylfa er bara strengjabrúða Samfylkingarinnar og styður bara við allar þeirra tillögur og vilja þjóðina í hengingaról greiðsluaðlögunnar. Þeir vilja að þjóðin skuldbindi sig að borga allar ofgreiðslurnar alla sína æfi. Gylfi Arnbjörnsson ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér. Maðurinn með miljón á mánuði og lifir elítu-lífstílnum og þykist vera að gera eitthvað fyrir launalægsta fólkið í landinu!! Allt sem hann vill er að gera það að skuldaþrælum allt sitt líf!!
ASÍ: Brýnt að einfalda ferlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.