Færsluflokkur: Bloggar
12.6.2009 | 11:23
Hagkvæmara að atvinnulausir fari í nám en á atvinnuleysisbætur - alvarleg mismunun varðandi úthlutun LÍN til fjölskyldna í námi.
Ég fékk þær gleðifréttir í gær að ég hefði komist inn í MA nám í ferðamálafræði. Ég hafði hugsað mér að nýta mér nú á tímum atvinnuleysis að í stað þess að fara á atvinnuleysisbætur að bæta við mig þekkingu og fara í háskólann. Hvenær á lífsleiðinni mun ég geta fryst íbúðalánin mín, ef ekki núna? Ég hugsaði mér að nota þetta erfiða ástand til að láta gamlan draum rætast að fara í Háskólann.
Ég er eins og margir aðrir búin að vera að bíða með von í hjarta um að einhverjar úrbætur yrðu við endurskoðun á lánareglum LÍN sem útkoma átti að koma úr í júní. Ég batt miklar vonir við núverandi menntamálaráðherra og hafði trú á því að hún mundi vinna vel fyrir námsmenn og koma með jákvæðar breytingar.
Þess vegna voru það gríðarlega vonbrigði að stuttu eftirað bréfið góða kom frá Háskólanum...bárust aðrar fréttir ekki eins skemmtilegar um að nú liggi fyrir að lánskjör stúdenta hjá LÍN verði að öllum líkindum óbreytt á næsta ári og að menntamálaráðuneytið hyggist ekki auka fjárveitingu til Lánasjóðsins.
Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá LÍN kom meðal annars í ljós að samkvæmt úthlutunarreglum Lín á ég, sem einstæð móðir með eitt barn á framfæri, rétt á 128.000 krónur í framfærslu miðað við að ég sé í fullu námi.
Ég spyr í framhaldi, hvernig í ósköpunum á ég að framfleyta mér og barni mínu miðað við að borga öll þau gjöld sem ég þarf að borga á mánuði með 128.000 krónum á mánuði? Svarið er einfallt, það er ekki hægt hvernig sem litið er á málið. Þetta er mun lægra en ég fengi færi ég einfaldlega á atvinnuleysisbætur.
Stjórnvöld hafa ítrekað hvatt fólk til að fara frekar í Háskólanám en að fara á atvinnuleysisbætur.
Í ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu eru mjög margir sem kjósa það frekar að fara í Háskólann heldur en að fara á atvinnuleysisbætur. Maður skildi halda að það væri öllum í hag; námslánin eru bara lán sem fólk þarf að greiða til baka á meðan atvinnuleysisbætur er styrkur frá ríkinu sem ekki fæst greiddur til baka. Fólk er að bæta við þekkingu sína og gera sig að hæfari starfskröftum í stað þess að staðna í andlegri hrörnun á bótum. En þetta gerir að verkum að það er allt öðruvísi fólk að sækjast eftir að fara í Háskólann en áður. Það er ekki ungt fólk sem að hleypir heimdraganum, býr annað hvort hjá foreldrum eða er að leigja í fyrsta skipti og er með engan skuldabagga á bakinu.
Nei nú er komin stór hópur fólks sem er venjulegt fjölskyldufólk sem er með skuldbindingar sem er sá kostnaður sem fylgir því að reka fjölskyldu, afborganir af húsnæði og svo framvegis.
Í samtali mínu við LÍN kom fram að frá fullri framfærslu dragist 10% af áætluðum heildarlaunum mínum á árinu. Þetta er fullkomlega óviðunandi, og við hljótum að þurfa að endurskoða þörfina vegna þessara efnahagshamfara sem að þjóðfélagið okkar er að ganga í gegnum. Enda var þessi tekjutenging á sínum tíma miðuð við allt annan hóp með allt aðrar þarfir.
Ég 45 ára gömul einstæð móðir. Ég er með skerta vinnugetu vegna þess að ég er með 7 ára gamalt barn á mínu framfæri sem hefur verið lungaveikt og af þeim sökum get ég ekki unnið með fullu námi og þarf því alfarið að reiða mig á framfærslu frá LÍN. Ég er, eins og aðrir landsmenn, búin að sigla á milli skers og báru í mestu efnahagshamförum í sögu þjóðarinnar. Ég hef þurft að greiða af tröllvöxnum erlendum lánum, mánuð eftir mánuð á sama tíma sem allur framfærslukostnaður hefur hækkað og er að missa vinnuna. Tekjurnar hafa bara rýrnað um leið og kostnaður hefur aukist. Ég fæ núna útborgað um 200.000 krónur á mánuði. Það er engin afgangur af þeim peningum um mánaðarmótin þótt svo að ég lifi mjög spart. Þau föstu gjöld sem ég er að greiða á mánuði eru hærri en þessi framfærsla þannig að þá væru einfaldlega engir peningar til að kaupa mat fyrir eða lifa. Dæmið gæti aldrei gengið upp.Þessi framfærsla LÍN er undir öllum fátækrarmörkum og það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til að nokkur maður geti lifað af svo lágri framfærslu.
Stór hluti þess fólks sem er að sækjast eftir að ganga menntaveginn nú er fólk sem er eldra og með allskonar skuldbindingar á bakinu og börn á sínu framfæri. Því verður að endurskoða allar tölur í tengslum við úthlutun þannig að það dugi fyrir framfærslu okkar á meðan við erum í námi.
Hjá stúdentaráði Háskóla Íslands fékk ég að heyra það að jafnvel hefði komið til tals að hækka grunnframfærsluna en að lækka ekki tekjutenginguna, vegna þess að þá fengju þeir meira sem að engar tekjur hefðu haft. Þarna tel ég vera grundvallarmisskilning á ferðinni varðandi aðstæður umrædds hóps. Þessi tekjutenging er mjög ósanngjörn fyrir umræddan hóp, með allar sínar skuldbindingar, húsnæðislán og börn á framfæri. Úr því að stjórnvöld eru nú að hvetja fólk til að drífa sig frekar menntaveginn heldur en að fara á atvinnuleysisbætur verða námslánin að duga fyrir framfærslu. Í samtali mínu við stúdentaráð kom einnig fram að sjóðir Lín hafi rýrnað mjög í kreppunni.
Ég álít að úr því að verið er að hvetja fólk til að fara frekar menntaveginn og á námslán en á atvinnuleysisbætur hljóti að þurfa að gera ráð fyrir að einhverjir af þeim peningum sem að ráðgerðir eru fyrir atvinnuleysistryggingarsjóð verði settir í LÍN. Þessir tveir sjóðir hljóta að þurfa að vinna á einhvern hátt saman.
það hlýtur að vera hagsmunamál fyrir alla Íslendinga að fjölskyldurnar í landinu lifi þessar hörmungar af. Að fólkið okkar flýji ekki með börnin sín af landi brott. Hvernig sem á það er litið er það kostur fyrir ríkið og fyrir atvinnulaust fólk að fara frekar í nám og á námslán en á atvinnuleysisbætur. Í námi bætir það við þekkingu sína og verður hæfara til starfa í framtíðinni en allir vita að það er mannskemmandi að hafa ekki atvinnu og neyðast til að þyggja bætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 14:26
Leiðréttum vísitöluna með því að lækka skatta á hollum mat; grænmeti, kjöti og fiski - hagnaðurinn skilar sér í minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu!
Lilju Mósesdóttur ratast hér rétt orð í munn og það ekki í fyrsta sinn!
Hvernig væri að nota nú tækifærið og leiðrétta vísitöluna með því að lækka skatta á hollum mat svo sem grænmeti, ávöxtum, lífrænum afurðum, kjöti og fiski! Ágóðin mun skila sér með minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Þetta mundi hjálpa heimilunum verulega og vera eitthvað jákvætt gert fyrir fólkið í landinu.
Það er áhyggjuefni að barnafjölskyldurnar eru með svo litla peninga á milli handanna að þær hafa ekki efni hollum mat. Það getur haft skelfilegar afleiðingar í framtíðinni, sérstaklega þar sem lífstílstengdir sjúkdómar orsakaðir af óhollu matarræði og slæmum lífstíl eru einhver kostnaðarsamasti og þyngsti baggi heilbrigðiskerfisins.
Þessi ríkisstjórn ætti að gera það að hugsjón sinni að koma hollustuvörum á lægra verði til almennings. Það er frábær leið til að auka heilbrigði og minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Um að gera að nota öll tækifæri. Nú eru allir reiðir yfir neikvæðum ruðningsáhrifum þessara nýafstöðnu hækkana. Það að þær verði til þess að hækka neysluvísitöluna og þar með skuldabirgði heimilanna. Væri ekki hægt að núlstilla þessi neikvæðu ruðningsáhrif með því að gera eitthvað jákvætt fyrir heimilin í landinu eins og að lækka skatt á hollum mat.
Allt tekið með í reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.10.2009 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2009 | 22:58
Er alsherjar greiðsluverkfall svarið?
Ég veit ekki hvort að ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir hvað fólkið í landinu er orðið reitt. Ég óttast að þetta endi með alsherjar greiðsluverkfalli þúsunda einstaklinga verði fasteignalánin ekki leiðrétt mjög fljótlega.
Hvar er skjaldborgin um heimilin!!! HÚN HEFUR SNÚIST UPP Í ALGJÖRAN HRYLLING!! Þessi vinstri stjórn sem allir bundu svo miklar vonir við eru bara tóm vonbrigði. Þeir virðast ekki vera að höndla þessa erfiðu aðstæður, eða kannski þurfa þeir bara betri fjármálaráðgjafa. Fólkið í landinu er að gefast upp. Allir eru að bíða eftir skjaldborginni og að eitthvað sé gert fyrir fólkið en hvað er gert. Það er ráðiðst enn frekar á okkur og skuldsett heimilin eru réttlaus og blóðmjólkuð af lánadrottnum og ríkisstjórninni.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Borgarahreifingarinnar talar hreinskilningslega um ástandið í þessari fínu grein: http://www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/1932
Ísland er eina landið í heiminum þar sem húsnæðislán eru verðtryggð. Það er greinilegt að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki að leiðrétta fasteignalánin! Þeir ætla sér að láta heimilin í landinu greiða lánin í topp með þeim ófyrirsjáanlegru, óeðlilegu og jafnvel ólöglegru hækkunum sem hafa orðið á gengis- og verðtryggðum veðlánum heimilanna. Heimilin þurfa að borga lánin í topp á meðan lánadrottnarnir fá þau með 50-95% afslætti. Skjaldborgin var utan um lánadrottnana og fjármagnseigendur en ekki heimilin. Það er ekkert sem að getur stoppað þetta óheillaferli annað en samtakamáttur fólksins, eins og við sáum í búsáhaldabiltingunni. Á fundi hagsmunasamtaka heimilanna mátti sjá að flestir viðstaddra vildu fara í greiðsluverkfall. Hvað gera stjórnvöld ef tugþúsundir einstaklinga fara í alsherjar greiðsluverkfall? Hlusta þeir þá?
Nú ætla ég að prófa að kalla þetta í þeirri von að ríkisstjórnin heyri: ÞAÐ VERÐUR AÐ LEIÐRÉTTA FASTEIGNALÁNIN OG ÞAÐ STRAX!!!
Það er skelfilegt þessa dagana að hlusta á fordómana og fáfræðina gagnvart fólki sem að skuldar eða hefur orðið fyrir tjóni í efnahagshruninu. Skömm sé þeim sem leyfa sér að tala um þá sem minna meiga sín í þessu sambandi!! Flestir þeirra sem leyfa sér að tala svona niður til þeirra sem hafa lent í erfiðleikum er fólk sem er á framfæri almennings.
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.6.2009 kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2009 | 16:07
Komum hollustunni á lægra verði til almennings - skattleggjum frekar óhollustuna í staðinn! það er þjóðhagslega hagkvæmt.
Sykur skaðar heilsu barnanna okkar og okkar sjálfra. Það er ömurlegt þegar maður fer með barnið sitt í búðina og að allar þær vörur sem eru sérstaklega framleiddar fyrir börn innihalda þennan skaðvald, sykur. Ég er búin að kenna dóttur minni 7 ára að allt sem er með barnamyndum á er óhollt! Er það ekki sorgleg staðreynd? Hugsa sér td allar mjólkurvörnurnar og skólajógúrtin sem innihalda sykur? það er slæm þróun ef að ódýrasti maturinn í búðinni er alltaf óholli maturinn. 50% afsláttur af sykur-nammibarnum á laugardögum! þannig stuðlar verðlag, sérstaklega á krepputímum af óheilsusamlegri lífstíl.
Koma þarf hollustunni á lægra verði til almennings. Ég skora á stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur að lækka verð á heilsusamlegum matvælum til almennings. Það má gera með lækkun skatta á hollustu, lækka rafmagnsverð til innlendra matvælaframleiðanda og margt fleira. Til að vega á móti þessari skattalækkun væri heillaráð að hækka skatta í staðinn á óhollustu.
Ekki gleyma að lífstílstengdir sjúkdómar eru þyngsti baggi heilbrigðiskerfisins. Þetta er mjúk leið að lækka kostnað í heilbrigðiskerfinu.
Sykurskattur fyrir lýðheilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 14:21
Hafa skal það sem hollara reynist - komum í veg fyrir lífstílstengda sjúkdóma með því að stuðla að bættum lífstíl þjóðarinnar
Mikið væri þetta gott mál! Allt sem stuðlar að bættri heilsu landsmanna, aukinni vellíðan og heilsusamlegri lífstíl kemur til baka til okkar sem minni kostnaður í heilbrigðiskerfinu. Á móti mætti lækka skatta á grænmeti og þannig koma í veg fyrir að sykurskatturinn hækki neysluvísitölu. Ef að það dugar ekki til væri heillarráð að lækka skatta af öllum lífrænum afurðum. Markmiðið ætti að vera að hafa ávalt að leiðarljósi; að hafa það sem hollara reynist og koma hollustunni á lægra verði til almennings.
Það að selja rafmagn á lægra verði til innlendra matvælaframleiðenda mundi jafnframt vera frábær leið að koma heilsusamlegu fæði á lægra verði til almennings. Flestir þeir sjúkdómar sem að hrjá vesturlandabúa í dag stafa af slæmum lífstíl á einn eða annan hátt. Það er full þörf á því að skattleggja óhollustuna, hún er að valda okkur miljarða kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki bara offitufaraldurinn sem hrjáir fólk heldur allskonar sjálfsónæmissjúkdómar á borð við gigt, hjartasjúkdómar, krabbamein og fleira.... Að styðja við bakið á matvælaiðnaðinum, til dæmis með því að selja þeim hræódýrt rafmagn auðveldar að koma hollustunni á lægra verði til almennings. Lægri kostnaður þýðir lægra verð sem þýðir aukin sala á hollustu sem þýðir meiri peningar til matvælaiðnaðarins sem þýðir meiri möguleikar til fjölbreytni. Snjóbolltin fer að rúlla. Aukin fjölbreytileiki er frábær lyftistöng fyrir ferðaþjónustu til dæmis.
Sykrað gos skattlagt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ekki bara stjórntæki valdaþjóðana til að komast yfir auðlindir annarra minna voldugra ríkja? Þarf þetta nokkuð að koma á óvart. Er þetta ekki bara akkúrat eins og hann vinnur? Ég hef enga trú á því að Brown hafi veriðað búa þetta til. Hann mundi aldrei hafa talað svona nema vegna þess að þetta er bara það sem að Bretarnir eru að gera. Þeir hafa ítök í sjóðnum og þeir ætla sér að nota þau ítök til að við borgum sem mest. Þetta sýnir bara hvað það er gríðarlega mikilvægt að skila til baka láninu frá Alþjóða gjaldeyissjóðnum.
Hafa fengið nóg af Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2008 | 00:18
Er einstæðum foreldrum sagt upp störfum vegna veikinda barna?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)