Leiðréttum vísitöluna með því að lækka skatta á hollum mat; grænmeti, kjöti og fiski - hagnaðurinn skilar sér í minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu!

Lilju Mósesdóttur ratast hér rétt orð í munn og það ekki í fyrsta sinn!

Hvernig væri að nota nú tækifærið og leiðrétta vísitöluna með því að lækka skatta á hollum mat svo sem grænmeti, ávöxtum, lífrænum afurðum, kjöti og fiski! Ágóðin mun skila sér með minni kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Þetta mundi hjálpa heimilunum verulega og vera eitthvað jákvætt gert fyrir fólkið í landinu.

 Það er áhyggjuefni að barnafjölskyldurnar eru með svo litla peninga á milli handanna að þær hafa ekki efni hollum mat. Það getur haft skelfilegar afleiðingar í framtíðinni, sérstaklega þar sem lífstílstengdir sjúkdómar orsakaðir af óhollu matarræði og slæmum lífstíl eru einhver kostnaðarsamasti og þyngsti baggi heilbrigðiskerfisins.

Þessi ríkisstjórn ætti að gera það að hugsjón sinni að koma hollustuvörum á lægra verði til almennings. Það er frábær leið til að auka heilbrigði og minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Um að gera að nota öll tækifæri. Nú eru allir reiðir yfir neikvæðum ruðningsáhrifum þessara nýafstöðnu hækkana. Það að þær verði til þess að hækka neysluvísitöluna og þar með skuldabirgði heimilanna. Væri ekki hægt að núlstilla þessi neikvæðu ruðningsáhrif með því að gera eitthvað jákvætt fyrir heimilin í landinu eins og að lækka skatt á hollum mat.


mbl.is Allt tekið með í reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Anna Margrét, og velkomin í spjallvinahóp minn !

Þakka þér; þessa ágætu grein - vel, fram setta. 

Jú; hefðu benzín og olía ekki hækkað; með þeim firnum, sem orðið er, væri þéttbýlisbúum, víðs vegar að, ekki svo mikil skotaskuld úr, að renna út í sveitir, eftir góðum aðföngum kjöts - grænmetis og mjólkur, þar sem samgöngur hafa skánað (Brattabrekka - Svínadalur - Vatnaleið og bráðum Arnkötludals vegur, milli Reykhólasveitar og Stranda, svo fáein dæmi séu nefnd - vestra) og einnig, gætum við séð fyrir okkur bryggjur landsins - hvar á boðstólum mætti nýmeti fiskjar fram seljast, beint frá sjómönnum.

En; hvað skyldi það taka langan tíma, að snúa niður froðu fræðinga ESB reglugerðanna, hverjir eru helztu farartálmar þessarra  leiða - sérílagi, íslenzkir kratar ?

Reyndar; er þó ekkert ómögulegt - ef almennileg samstaða tækist, um þessi mál.

Og; upp, með íslenzka nýmetið og hollustu fæðið - burt; sem lengst, með jukk ýmissa útlendra (Pizzur - hamborgara), með fullri virðingu samt, fyrir þeim löndum, hvaðan það ómeti er komið, svo sem.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband