Mikið er þetta dapurlegt!

Mikið er það dapurlegt að Borgaraflokkurinn sem virtist koma eins og ferskur andblær inn í stjórnmálalífið sé í þeim sporum sem hann er nú. Þingmennirnir og hugsjónamennirnir þrír Birgitta, Þór og Margrét hafa verið þeir þingmenn á Alþingi núna sem hafa höfðað best til mín og ég treysti best. Það er dapurlegt að menn skuli missa fókusinn í svona leiðindi. Þetta er náttúrulega bara akkúrat það sem hinir flokkarnir vonuðust eftir. Ég held að það sé alveg nóg fyrir þingmenn Borgarahreyfingarnar að þurfa að takast á við hin erfiðu mál sem blasa við þjóðinni og fjölskyldunum í landinu og þeim átökum sem eiga sér stað á Alþingi þó að þeir þurfi ekki í ofánálag að eiga í átökum við eigin flokk.  Slæmt ef að undirmálsmenn ná sem aðeins hugsa um völd og eigin frama nái völdum í flokknum og að hugsjónamennirnir sem eru hjarta flokksins þurfi að láta í minni pokann.
mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Jahá hugsjónamennirnir þrír segir þú, ja þeir eru allavega að splundra Borgarahreyfinguni, en á þingi eru þeir bara eins og jójó, og stjórnast af frekjudallinum henni Birgittu.

Hjörtur Herbertsson, 14.8.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband